Þríeyki Ólöf Sigursveinsdóttir, Agnieszka Bryndal og Margrét Hrafnsdóttir.
Þríeyki Ólöf Sigursveinsdóttir, Agnieszka Bryndal og Margrét Hrafnsdóttir.
Aríur og þrjú hjörtu á aðventu er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Norræna húsinu á morgun, fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 15.15 og eru þeir hluti af 15:15 tónleikasyrpunni.
Aríur og þrjú hjörtu á aðventu er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Norræna húsinu á morgun, fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 15.15 og eru þeir hluti af 15:15 tónleikasyrpunni. Tónleikarnir verða með jólalegu ívafi og munu Margrét Hrafnsdóttir sópran, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari og Agnieszka Bryndal píanóleikari meðal annars flytja íslensk jólalög sem sjaldan fá að heyrast og þá m.a. eftir afa Margrétar, Hallgrím J. Jakobsson og frænda Ólafar, Sigursvein D. Kristinsson.