— Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Fullveldishátíð stúdenta var haldin í 95. sinn í gær. Í tilefni 99 ára afmælis fullveldisins stóð Stúdentaráð Háskóla Íslands fyrir hátíðardagskrá.
Fullveldishátíð stúdenta var haldin í 95. sinn í gær. Í tilefni 99 ára afmælis fullveldisins stóð Stúdentaráð Háskóla Íslands fyrir hátíðardagskrá. Hófst athöfnin á því að stúdentar ásamt rektor gengu frá aðalbyggingu Háskólans að leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur þar sem stúdentar lögðu blómsveig og fulltrúi þeirra flutti hugvekju. Þá tók við hátíðardagskrá á Háskólatorgi þar sem stúdentum og öðrum gestum bauðst að rita nafn sitt í Selskinnu, bók sem upphaflega var til þess gerð að fjármagna byggingu fyrsta stúdentagarðsins 1923.