Steinunn Þórðardóttir
Steinunn Þórðardóttir
Steinunn Kristín Þórðardóttir var kjörin ný í stjórn Arion banka á sérstökum hluthafafundi sem fram fór á fimmtudaginn. Á sama tíma vék Guðrún Johnsen úr stjórninni.

Steinunn Kristín Þórðardóttir var kjörin ný í stjórn Arion banka á sérstökum hluthafafundi sem fram fór á fimmtudaginn. Á sama tíma vék Guðrún Johnsen úr stjórninni. Hún hefur setið í stjórn bankans frá 2010, var varaformaður auk þess að vera formaður lánanefndar stjórnar og í áhættunefnd.

Steinunn starfaði þar til nýlega sem framkvæmdastjóri hjá Beringer Finance en hún var áður m.a. framkvæmdastjóri Íslandsbanka í Bretlandi.

Stjórn Arion banka skipa, auk Steinunnar, Eva Cederbalk formaður, Brynjólfur Bjarnason, Jakob Már Ásmundsson, John P. Madden, Kirstín Þ. Flygenring, Måns Höglund og Þóra Hallgrímsdóttir.