Listakonan Sigrún Einarsdóttir.
Listakonan Sigrún Einarsdóttir. — Morgunblaðið/Eggert
Opið hús verður nú um helgina í glerblástursverkstæðinu Gler í Bergvík á Kjalarnesi, frá kl. 10 til 17 í dag og á morgun en hefð hefur verið fyrir opnu húsi til margra ára í upphafi desembermánaðar.

Opið hús verður nú um helgina í glerblástursverkstæðinu Gler í Bergvík á Kjalarnesi, frá kl. 10 til 17 í dag og á morgun en hefð hefur verið fyrir opnu húsi til margra ára í upphafi desembermánaðar. Boðið verður upp á veitingar og er verkstæðið milli Klébergsskóla og Grundarhverfis.

Glerlistakonan Sigrún Einarsdóttir rekur glerverkstæðið og er markmiðið með opnu húsi m.a. að leyfa fólki að sjá glerblástur.