Ríkisstjórn Fyrsti fundur stjórnar Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðinu í gær.
Ríkisstjórn Fyrsti fundur stjórnar Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðinu í gær. — Morgunblaðið/Hari
Ný ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kom saman á sínum fyrsta fundi í Stjórnarráðinu í gær.

Ný ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kom saman á sínum fyrsta fundi í Stjórnarráðinu í gær. Á fundinum voru ný fjárlög helsta mál á dagskrá og vinnur ríkisstjórnin nú hörðum höndum að nýju fjárlagafrumvarpi. Á síðustu dögum hefur ríkisstjórnin rætt sín á milli um efnistök nýrra fjárlaga en mikil áhersla er lögð á að meginákvarðanir varðandi fjárlögin liggi fyrir eftir helgina. Í nýjum sáttmála er kveðið á um aukið fjármagn til ýmissa málaflokka. 10, 11 og 30