Feðgar Staddir á toppi Sauðhamarstinds í Lónsöræfum.
Feðgar Staddir á toppi Sauðhamarstinds í Lónsöræfum.
Hjalti Ástbjartsson, fjármálastjóri fiskútflutningsfyrirtækisins Nastar, á 50 ára afmæli í dag. Hann er endurskoðandi að mennt og stofnaði Nastar ásamt tveimur félögum sínum árið 1999.

Hjalti Ástbjartsson, fjármálastjóri fiskútflutningsfyrirtækisins Nastar, á 50 ára afmæli í dag. Hann er endurskoðandi að mennt og stofnaði Nastar ásamt tveimur félögum sínum árið 1999.

„Við erum markaðsfyrirtæki sem kaupir ferskan, frosinn og saltaðan fisk af innlendum framleiðendum og seljum til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada.“

Hjalti rekur síðan fyrirtækið Heimsborgir ásamt konu sinni, Bryndísi Emilsdóttur. „Við leigjum út íbúðir og rekum gistiheimilið Brú í Austur-Landeyjum, en við opnuðum það í ágúst. Gistiheimilið er tólf smáhýsi þar sem eru svefnpláss fyrir tvo til fjóra, alls 48 svefnpláss. Þetta hefur byrjað alveg ágætlega hjá okkur á Brú, sérstaklega ef tekið er mið af því að við erum bara nýbyrjuð.

Mest af mínum frítíma undanfarna mánuði hefur farið í uppbygginguna á Brú. Áhugamálin eru annars golf, göngur og almenn útivist. Ég spila mest golf úti á Nesi og svo er farið í golfferðir erlendis með eiginkonunni eða góðum félögum.“

Hjalti heldur afmælisveislu í kvöld fyrir vini og fjölskyldu heima á Seltjarnarnesi.

Börn Hjalta og Bryndísar eru Emil 24 ára, Hjalti Már 21 árs og Ingibjörg 15 ára.