Tónlist Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari, og Elsa Waage, söngkona.
Tónlist Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari, og Elsa Waage, söngkona.
Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari, verður með kveðjutónleika í tónleikaröðinni Klassík í hádeginu kl. 12.15–13 í dag, föstudaginn 8. desember, í Borgarbókasafninu í Gerðubergi.

Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari, verður með kveðjutónleika í tónleikaröðinni Klassík í hádeginu kl. 12.15–13 í dag, föstudaginn 8. desember, í Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Á tónleikunum flytja þær Nína og Elsa Waage, mezzósópran, Wesendonck-ljóð Richards Wagners frá árunum 1857–1858 sem urðu honum efniviður óperunnar Tristan og Ísold. Á tónleikunum verður einnig flutt aría Erdu, Weiche Wotan, úr Rínargullinu.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir hvattir til að koma og eiga notalega stund á aðventunni og hlýða á þessi frægu sönglög og aríu úr tónbókmenntunum.

Tónleikarnir verða endurteknir sunnudaginn 10. desember kl. 13.15–14.00.