List Uppstilling eftir Jón Stefánsson.
List Uppstilling eftir Jón Stefánsson.
Árleg jólasýning á verkum margra þjóðþekktra listamanna stendur nú yfir í Smiðjunni Listhúsi, Ármúla 36. Að sögn eigandans, Bjarna Sigurðssonar, vilja margir fjárfesta í myndlist fyrir jólin og því sé jafnan góð sala á listaverkum á þessum árstíma.

Árleg jólasýning á verkum margra þjóðþekktra listamanna stendur nú yfir í Smiðjunni Listhúsi, Ármúla 36. Að sögn eigandans, Bjarna Sigurðssonar, vilja margir fjárfesta í myndlist fyrir jólin og því sé jafnan góð sala á listaverkum á þessum árstíma. Á sýningunni eru verk eftir gömlu meistarana, t.d. Jón Stefánsson, Kjarval, Ásgrím Jónsson, Svavar Guðnason og Jón Engilberts, sem og yngri myndlistarmenn eins og Tolla, Sigurbjörn Jónsson og Pétur Gaut.

Dýrasta verkið á jólasýningunni er uppstilling eftir Jón Stefánsson en hún er metin á 5 milljónir króna. Sýningin hófst 1. desember og stendur til 24. desember. Opið er alla virka daga kl. 11-18 og á laugardögum kl. 12-14.