Í sjöunda himni Liverpool fór hamförum gegn Spartak Moskva í fyrrakvöld. Philippe Coutinho skoraði þrennu, Sadio Mané tvö mörk og Roberto Firmino og Mo Salah gerðu sitt markið hvor í 7:0-sigri.
Í sjöunda himni Liverpool fór hamförum gegn Spartak Moskva í fyrrakvöld. Philippe Coutinho skoraði þrennu, Sadio Mané tvö mörk og Roberto Firmino og Mo Salah gerðu sitt markið hvor í 7:0-sigri. — AFP
Chelsea mætir PSG, Barcelona eða Besiktas í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. Nú er orðið ljóst hvaða sextán lið verða í pottinum þegar dregið verður í hádeginu á mánudaginn.

Chelsea mætir PSG, Barcelona eða Besiktas í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. Nú er orðið ljóst hvaða sextán lið verða í pottinum þegar dregið verður í hádeginu á mánudaginn. Af sex mögulegum andstæðingum Evrópumeistara Real Madrid, sem verða í neðri styrkleikaflokknum, eru þrír frá Englandi.

Liverpool, Sevilla, Porto og Shahktar Donetsk urðu í fyrrakvöld síðustu liðin til að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni. Liverpool tryggði sér sigur í E-riðli með stærsta sigri sem enskt lið hefur unnið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, 7:0-sigri á Spartak Moskvu, en Sevilla varð í 2. sæti riðilsins. Shahktar fylgdi Manchester City upp úr F-riðli og Porto náði 2. sæti G-riðils með 5:2-sigri á Monaco í lokaumferðinni.

Liðin sem unnu sinn riðil verða í efri styrkleikaflokki og geta ekki mæst, en liðin í 2. sæti hvers riðils í neðri styrkleikaflokki. Lið sem léku saman í riðli geta ekki mæst í 16-liða úrslitunum, og þá geta lið frá sama landi ekki mæst. Því eru þetta mögulegir andstæðingar hvers liðs:

Efri styrkleikaflokkur:

Man. Utd : Bayern, Juventus, Sevilla, Shahktar, Porto, Real Madrid.

PSG : Chelsea, Juventus, Sevilla, Shakhtar, Porto, Real Madrid.

Roma : Basel, Bayern, Sevilla, Shakhtar, Porto, Real Madrid.

Barcelona : Basel, Bayern, Chelsea, Shakhtar, Porto.

Liverpool : Basel, Bayern, Juventus, Shakhtar, Porto, Real Madrid.

Man. City : Basel, Bayern, Juventus, Sevilla, Porto, Real Madrid.

Besiktas : Basel, Bayern, Chelsea, Juventus, Sevilla, Shakhtar, Real Madrid.

Tottenham : Basel, Bayern, Juventus, Sevilla, Shakhtar, Porto.

Neðri styrkleikaflokkur:

Basel : PSG, Roma, Barcelona, Liverpool, Man. City, Besiktas, Tottenham.

Bayern : Man. Utd, Roma, Barcelona, Liverpool, Man. City, Besiktas, Tottenham.

Chelsea : PSG, Barcelona, Besiktas.

Juventus : Man. Utd, PSG, Liverpool, Man. City, Besiktas, Tottenham.

Sevilla : Man. Utd, PSG, Roma, Man. City, Besiktas, Tottenham.

Shaktar : Man. Utd, PSG, Roma, Barcelona, Liverpool, Besiktas, Tottenham.

Porto : Man. Utd, PSG, Roma, Barcelona, Liverpool, Man. City, Tottenham.

Real Madrid : Man. Utd, PSG, Roma, Liverpool, Man. City, Besiktas. sindris@mbl.is