Veröld Hægt er að heimsækja Veröld, sem er hús tungumála, og fá fræðslu um húsið, arkitektúrinn og starfsemina kl. 11–16 mánudaga til laugardaga.
Veröld Hægt er að heimsækja Veröld, sem er hús tungumála, og fá fræðslu um húsið, arkitektúrinn og starfsemina kl. 11–16 mánudaga til laugardaga. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tungumál í hættu og aðgerðir til varðveislu þeirra verður umfjöllunarefni tveggja stuttra erinda á ensku í fyrirlestrarsal Veraldar - húss Vigdísar kl. 12 í dag, föstudaginn 8. desember.

Tungumál í hættu og aðgerðir til varðveislu þeirra verður umfjöllunarefni tveggja stuttra erinda á ensku í fyrirlestrarsal Veraldar - húss Vigdísar kl. 12 í dag, föstudaginn 8. desember. Erindin flytja Sebastian Drude, forstöðumaður Alþjóðlegu tungumálamiðstöðvarinnar við Háskóla Íslands, og Suzanne Gessner, málvísindamaður frá Kanada.

Talið er að allt að 90% af fjölbreytni tungumála heimsins muni glatast hjá næstu fimm til sex kynslóðum. Í erindi sínu fer Drude yfir rætur og þróun í skráningu, varðveislu tungumála og stöðu mála í dag. Gessner, sem er aðgerðasinni og málvísindamaður við háskólann í Bresku Kólumbíu, fjallar um fjölbreytni tungumála þar í landi, en í Bresku Kólumbíu eru töluð 34 frumbyggjamál.

Fyrirlestrarnir eru hluti af málvísindakaffi Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar HÍ.