Verkið Salvator Mundi eftir da Vinci, frelsarinn myndaður með síma.
Verkið Salvator Mundi eftir da Vinci, frelsarinn myndaður með síma. — AFP
Málverkið Salvator Mundi, eða Bjargvættur heimsins, sem eignað er Leonardo da Vinci og keypt var fyrir metfé, 450,3 milljónir dollara, um miðjan síðasta mánuð, verður sýnt í safni Louvre í Abú Dabí, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Málverkið Salvator Mundi, eða Bjargvættur heimsins, sem eignað er Leonardo da Vinci og keypt var fyrir metfé, 450,3 milljónir dollara, um miðjan síðasta mánuð, verður sýnt í safni Louvre í Abú Dabí, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Uppboðshúsið Christie's seldi verkið fyrir jafnvirði nær 47 milljarða íslenskra króna en hæsta verð sem greitt hafði verið fram að því fyrir verk eins gömlu meistaranna, þ.e. myndlistarmanna sem störfuðu fyrir tíma impressjónistanna, var greitt fyrir „Fjöldamorð á hinum saklausu“ eftir Rubens fyrir 15 árum, 102 milljónir dollara á verðlagi dagsins í dag eða um 15,5 milljarða króna. Ekki er vitað hvenær verkið verður sýnt í safni Louvre í Abú Dabí en dagblaðið New York Times segir kaupanda verksins sádi-arabískan prins, Bader bin Abdullah bin Mohammed bin Farhan al-Saud.