Eignaleigufyrirtæki Lykill hét áður Lýsing og Klakki á 100% hlut.
Eignaleigufyrirtæki Lykill hét áður Lýsing og Klakki á 100% hlut. — Morgunblaðið/Eggert
Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka sem á 100% hlut í eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, telur að nú gæti verið góður tími til að selja Lykil. „Félagið er í mjög góðu standi.

Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka sem á 100% hlut í eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, telur að nú gæti verið góður tími til að selja Lykil. „Félagið er í mjög góðu standi. Það er búið að eyða allri lagalegri óvissu, sem var stærsta verkefnið síðustu ár, ásamt því að byggð hefur verið upp ný lánabók. Félagið býr yfir mjög hæfu starfsfólki og reksturinn gengur vel,“ segir Magnús í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir að talsverður áhugi sé á félaginu bæði hér innanlands og í útlöndum. Spurður um verðlagningu, segir Magnús að Klakki sé stoltur af eigninni og telji hana mikils virði. Yfirlýst markmið sé að hámarka virði eignarhlutarins. 16