Þjóðadeildin Ísland gæti mætt Englandi tvisvar næsta haust.
Þjóðadeildin Ísland gæti mætt Englandi tvisvar næsta haust. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Karlalandslið Íslands í knattspyrnu mun ekki mæta Króatíu í Þjóðadeild UEFA næsta haust, þó báðar þjóðirnar hafi unnið sér sæti í A-deild keppninnar með árangri sínum undanfarin misseri. Ísland er í 10. sæti og Króatía í 11.

Karlalandslið Íslands í knattspyrnu mun ekki mæta Króatíu í Þjóðadeild UEFA næsta haust, þó báðar þjóðirnar hafi unnið sér sæti í A-deild keppninnar með árangri sínum undanfarin misseri.

Ísland er í 10. sæti og Króatía í 11. sæti á styrkleikalista UEFA en eftir honum var þjóðum Evrópu raðað í fjórar deildir og síðan í styrkleikaflokka innan þeirra. Ísland og Króatía mætast á HM í Rússlandi næsta sumar, í fimmta sinn á nokkrum árum.

Ísland, Króatía, Pólland og Holland, sem eru í 9.-12. sæti, eru í þriðja og neðsta styrkleikaflokkinum fyrir riðladráttinn sem fer fram 24. janúar.

Úr fyrsta flokki mun Ísland mæta Þýskalandi, Portúgal, Belgíu eða Spáni.

Úr öðrum flokki mun Ísland mæta Frakklandi, Englandi, Sviss eða Ítalíu.

Liðin tólf eru dregin í fjóra þriggja liða riðla og leika heima og heiman. Ísland mun því leika fjóra leiki gegn tveimur stórþjóðum í september, október og nóvember. Sigurlið riðlanna fara í úrslitakeppni í júní 2019 en neðsta lið hvers riðils fellur niður í B-deild fyrir næstu keppni tveimur árum síðar. vs@mbl.is