John Lennon og Yoko Ono.
John Lennon og Yoko Ono.
Tónlistarmaðurinn og friðarsinninn John Lennon lést á þessum degi árið 1980. Hann var skotinn til bana af geðsjúkum aðdáanda að nafni Mark David Chapman.
Tónlistarmaðurinn og friðarsinninn John Lennon lést á þessum degi árið 1980. Hann var skotinn til bana af geðsjúkum aðdáanda að nafni Mark David Chapman. Chapman skaut Lennon í bakið fyrir utan Dakota-bygginguna í New York þar sem Lennon og Yoko Ono bjuggu. Lennon hafði gefið Chapman eiginhandaráritun fyrr um daginn en sá síðarnefndi hafði undirbúið árásina og sagði ástæðuna vera þá að hann langaði að stela frægð Lennons. Lennon var fluttur á Roosevelt-sjúkrahúsið en lést vegna mikils blóðmissis á leiðinni þangað.