Gullboltinn Cristiano Ronaldo með verðlaunagripinn.
Gullboltinn Cristiano Ronaldo með verðlaunagripinn. — AFP
Portúgalinn Cristiano Ronaldo tók í gærkvöld við Gullboltanum, Ballon d'Or, í fimmta skipti í Eiffelturninum í París en hann sigraði í hinu árlega kjöri France Football á besta knattspyrnumanni heims 2017.

Portúgalinn Cristiano Ronaldo tók í gærkvöld við Gullboltanum, Ballon d'Or, í fimmta skipti í Eiffelturninum í París en hann sigraði í hinu árlega kjöri France Football á besta knattspyrnumanni heims 2017.

Ronaldo hefur unnið kjörið fjórum sinnum á fimm árum og jafnaði nú við hinn argentínska Lionel Messi en þeir hafa einokað efstu sætin í heilan áratug.

Messi hefur einnig unnið fimm sinnum og hann varð annar að þessu sinni, þannig að þar eru þeir jafnir líka með fimm skipti hvor.

Brasilíumaðurinn Neymar hafnaði í þriðja sæti en íþróttafréttamenn víðsvegar að úr heiminum greiða atkvæði í kjörinu. Í næstu sætum komu síðan Gianluigi Buffon, Luka Modric, Sergio Ramos, Kylian Mbappé, N'Golo Kanté, Robert Lewandowski og Harry Kane. vs@mbl.is