Joanne Froggart Hér sem Mary Ann. Hún lék líka Önnu Bates í Downton Abbey.
Joanne Froggart Hér sem Mary Ann. Hún lék líka Önnu Bates í Downton Abbey.
Ég er með blæti fyrir vönduðum breskum sjónvarpsþáttum og settist því spennt framan við minn imbakassa þegar fyrsti þátturinn af Myrkraengli (Dark Angel) var sýndur.

Ég er með blæti fyrir vönduðum breskum sjónvarpsþáttum og settist því spennt framan við minn imbakassa þegar fyrsti þátturinn af Myrkraengli (Dark Angel) var sýndur. Þar fáum við að kynnast almúgakonunni Mary Ann Cotton, hverrar örlög urðu þau að sálga nokkrum af sínum eiginmönnum. Fyrir vikið komst nafn hennar á spjöld sögunnar fyrir það afrek að verða fyrsti kvenkyns raðmorðingi Bretlands.

Í þessum fyrsta þætti fengum við að fylgjast með lífi Mary Ann áður en hún byrjar að grípa til þeirra örþrifaráða sem fyrr er getið, en þó tókst henni að koma því af að farga tveimur af sínum fyrstu eiginmönnum. Vesalings konan á ömurlega ævi strax á sínum fyrstu hjúskaparárum, hún missir svo mörg börn að ég náði ekki að hafa tölu á þeim. Ég hef fulla samúð með henni, hvaða kona hefði ekki ærst í þeim aðstæðum að lifa við sára fátækt og verða barnshafandi hvað eftir annað, og horfa á eftir öllum börnunum í gröfina. Ég hefði sannarlega bugast og brjálast, það er næsta víst, þó ég hefði kannski ekki tekið upp á því að slátra körlunum. En örvæntingin getur rænt fólk glórunni, það sanna dæmin.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

Höf.: Kristín Heiða Kristinsdóttir