Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Omega-mótinu í Dubai, en þar lék hún annan hringinn í gærmorgun.

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Omega-mótinu í Dubai, en þar lék hún annan hringinn í gærmorgun.

Valdís, sem hafði leikið fyrsta hringinn á 75 höggum, þremur yfir pari, lék á 71 höggi, einu undir pari, í gær. Hún var því samtals á tveimur höggum yfir pari en hefði þurft að vera á einu yfir til að halda áfram keppni á tveimur síðari hringjunum í dag og á morgun. Valdís hafnaði því í 61.-68. sæti á mótinu, sem er liður í Evrópumótaröðinni, en sextíu fyrstu komust áfram. Anne van Dam frá Hollandi er með forystu á mótinu og er á 10 höggum undir pari. vs@mbl.is