Martin Schulz, leiðtogi þýskra jafnaðarmanna, hvatti til þess í ræðu á flokksþingi SPD í gær að „Bandaríki Evrópu“ yrðu stofnuð fyrir 2025. „Ég vil að gerður verði stjórnarskrársáttmáli Evrópu, sem búi til evrópskt sambandsríki“.

Martin Schulz, leiðtogi þýskra jafnaðarmanna, hvatti til þess í ræðu á flokksþingi SPD í gær að „Bandaríki Evrópu“ yrðu stofnuð fyrir 2025.

„Ég vil að gerður verði stjórnarskrársáttmáli Evrópu, sem búi til evrópskt sambandsríki“.

Schulz, sem áður var forseti Evrópuþingsins, sagði að slíkur sáttmáli yrði lagður fyrir öll aðildarríki ESB til staðfestingar og þau sem höfnuðu honum yfirgæfu sambandið sjálfkrafa.

Aðeins með aukinni sameiningu mætti glíma við loftslagsbreytingar og flóttamannavandann, fá Google og Facebook til að virða þegnréttindi og koma í veg fyrir að hinir ríku svikju undan skatti: „Evrópa er líftrygging okkar.“