Menam er sá matsölustaða á Selfossi sem hefur verið rekinn hvað lengst samfleytt með sama sniði. Fjöldinn allur af stöðum hefur bæst við síðan hann var opnaður en Kristín segist ekki vera í beinni samkeppni við neinn þeirra enda hver með sínu sniði.

Menam er sá matsölustaða á Selfossi sem hefur verið rekinn hvað lengst samfleytt með sama sniði. Fjöldinn allur af stöðum hefur bæst við síðan hann var opnaður en Kristín segist ekki vera í beinni samkeppni við neinn þeirra enda hver með sínu sniði.

Kristín er nýorðin 67 ára og er farin að huga að því að rétta keflið áfram. „Ég sé mig reyndar ekki alveg fara að setjast í helgan stein en ég finn að ég er farin að þreytast enda orðin löggild skv. skilgreiningunni,“ segir Kristín brosandi en hún stendur vaktina á staðnum í hádeginu og á kvöldin nánast alla daga. „Ég hef fulla trú á að framhaldið á Menam sé bjart. Rekstrarumhverfið er miklu betra en áður og ég er sannfærð um að þessi staður á erindi og verði partur af flórunni hér á Selfossi um ókomin ár.“