8. janúar 1686 Svo mikið snjóaði á Suðurnesjum á tveimur dögum að snjórinn „tók meðalmanni yfir mitti á sléttu,“ eins og sagði í Kjósarannál. 8. janúar 1873 Eldgos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli og stóð fram á vor.

8. janúar 1686

Svo mikið snjóaði á Suðurnesjum á tveimur dögum að snjórinn „tók meðalmanni yfir mitti á sléttu,“ eins og sagði í Kjósarannál.

8. janúar 1873

Eldgos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli og stóð fram á vor. Í Annál nítjándu aldar sagði að á Suðausturlandi hefði ekki verið „ratbjart bæja á millum“. Gosið sást vel frá Reykjavík og var „einn hinn mesti eldur ummáls er menn hafa séð,“ að sögn Þjóðólfs.

8. janúar 1964

Tunnuverksmiðjan á Siglufirði brann til ösku og fjörutíu manns misstu atvinnu sína. Tjónið nam milljónum króna.

8. janúar 2004

Atlantsolía hóf bensínsölu við Kópavogsbraut. Á öðrum bensínstöðvum lækkaði verð á lítra um tvær til þrjár krónur.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson