Ísland Kristján Andrésson stýrir Svíþjóð gegn Íslandi á föstudag á EM.
Ísland Kristján Andrésson stýrir Svíþjóð gegn Íslandi á föstudag á EM. — AFP
Sænska karlalandsliðið í handbolta, sem mætir Íslandi á föstudag í fyrsta leik þjóðanna á EM í Króatíu, leikur í kvöld sinn síðasta leik fyrir mótið. Svíar mæta þá Ungverjum öðru sinni á þremur dögum og verður leikið í Gautaborg.

Sænska karlalandsliðið í handbolta, sem mætir Íslandi á föstudag í fyrsta leik þjóðanna á EM í Króatíu, leikur í kvöld sinn síðasta leik fyrir mótið. Svíar mæta þá Ungverjum öðru sinni á þremur dögum og verður leikið í Gautaborg. Þegar liðin mættust í Jönköping á laugardag, fyrir framan 7.000 áhorfendur, lauk leiknum með jafntefli, 29:29.

Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari Svía, var ánægður með margt í leiknum á laugardag. Sænska liðið varð að spjara sig án línumannsins Jesper Nielsen, leikmanns frönsku meistaranna í PSG, en hann veiktist og var settur í hálfgerða einangrun til að smita ekki aðra í hópnum. Áður hafði herbergisfélagi hans, Simon Jeppsson, verið veikur. Svíar voru einnig án markvarðarins Mikael Appelgren sem Kristján reiknaði frekar með að tefla fram í dag.

„Það er margt sem ég get verið ánægður með í þessum leik. Það var fullkomið að fá að mæta svona líkamlega sterku liði. Sóknarleikurinn var jákvæður allan leikinn en við getum samt bætt ýmislegt fyrir seinni leikinn og fyrsta leik á EM,“ sagði Kristján við heimasíðu sænska handboltasambandsins. sindris@mbl.is