Tæplega 12% fleiri tilkynningar um kynferðisbrot bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en árið á undan. Þar af voru 16% fleiri nauðganir tilkynntar. Tilkynningum fjölgaði í flestum flokkum nema kynferðisbrotum gegn börnum sem fækkaði.

Tæplega 12% fleiri tilkynningar um kynferðisbrot bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en árið á undan. Þar af voru 16% fleiri nauðganir tilkynntar. Tilkynningum fjölgaði í flestum flokkum nema kynferðisbrotum gegn börnum sem fækkaði. Um 40% kynferðisbrota sem tilkynnt voru til lögreglunnar sl. haust voru eldri mál og dregur lögreglan þá ályktun að aukin umræða um kynferðisbrot eigi þátt í aukinni tíðni tilkynninga. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, telur einnig að opnun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, eigi þátt í fjölgun tilkynninga ásamt #metoo-umræðunni sem fór af stað með krafti í byrjun vetrar. Tvíþætt sé annars vegar hvenær tilkynning um brot berst og hvenær brotið átti sér stað. Eðli tilkynningar um brot geti breyst þegar rannsókn vindur fram. Árni Þór segir öll kynferðisbrotamál vera erfið og útheimta mikla vinnu. Hann segir afar mikilvægt að tilkynna brotin sem fyrst til að hægt sé að afla gagna og rannsaka vettvang brotsins. 16