Theresa May
Theresa May
Ríkisstjórn Bretlands hyggur á endurskipulagningu í mikilvægum málaflokkum í dag en Theresa May forsætisráðherra leitast nú við að treysta völd sín fyrir BREXIT-átökin framundan, greinir AFP-fréttastofan frá.

Ríkisstjórn Bretlands hyggur á endurskipulagningu í mikilvægum málaflokkum í dag en Theresa May forsætisráðherra leitast nú við að treysta völd sín fyrir BREXIT-átökin framundan, greinir AFP-fréttastofan frá. Molnað hefur undan stjórn May en varaforsætisráðherrann Damien Green, steig til hliðar eftir klámhneyksli. Skömmu áður hættu tveir aðrir ráðherrar, þau Michael Fallon og Priti Patel vegna annarra mála. Talið er víst að utanríkisráðherra Boris Johnson, fjármálaráðherra Philip Hammond og BREXIT ráðherra David Davis muni halda stöðum sínum, en búist er við að aðrir hátt settir aðilar verði færðir til eða reknir. May staðfesti að breytingar yrðu gerðar en neitaði að tjá sig um hverjar þær yrðu. Búist er við auknum klofningi innan breska Íhaldsflokksins vegna þessa.

Einhverjir verða reknir

Heilbrigðisráðherrann Jeremy Hunt, er talinn líklegur til að verða varaforsætisráðherra en vandræði hjá NHS undanfarið gætu þó sett strik í reikninginn. Dómsmálaráðherrann Dominic Raab, stuðningsmaður BREXIT, þykir líklegur til að hækka í tign.

Haft er eftir The Sunday Telegraph að menntamálaráðherrann Justine Greening og formaður Íhaldsflokksins Sir Patrick McLoughlin verði rekin úr ríkisstjórninni. Því er spáð að May muni hækka konur og fólk af fjölbreyttari uppruna í tign. May sagðist vonast til að leiða Íhaldsflokkinn í næstu kosningum og sagði: „Ég læt ekki deigan síga. Ég er í þessu til lengri tíma litið.“