Leigumarkaðurinn er umfjöllunarefni lektors í fasteignafræðum við Háskólann í Lundi, Frederik Kopsch, í nýjasta hefti Þjóðmála.

Leigumarkaðurinn er umfjöllunarefni lektors í fasteignafræðum við Háskólann í Lundi, Frederik Kopsch, í nýjasta hefti Þjóðmála. Hann fjallar um afleiðingar afskipta hins opinbera af leigumarkaðnum, einkum afskipta af heimagistingu, til að verja ákveðna hagsmuni.

Kopsch bendir á að lög sem sett séu, eins og það er orðað, til „að „vernda íslenska leigjendur“ fyrir hækkuðu leiguverði“ geti til langs tíma gert aðstæður verri. „Þegar yfirvöld eru yfir höfuð byrjuð að skipta sér af verðlagi eru auknar líkur á að þau haldi því áfram með enn fleiri lagasetningum. Þetta hefur illu heilli verið að gerast í Svíþjóð frá árinu 1942.

Allur sænski leigumarkaðurinn hefur í næstum átta áratugi lotið mismunandi kerfum leiguverðsstýringar. Afleiðingarnar eru augljósar. Verð á leiguíbúðum í höfuðborginni fer sífellt fækkandi, þar sem færri eru byggðar og færri húsum er breytt í leiguhúsnæði. Fyrri kerfi leiguverðsstýringar hafa komið í veg fyrir nauðsynlegt viðhald og endurbætur – og orðið til þess að stór hluti leiguhúsnæðis varð heilsuspillandi – og biðlistar verða brátt nógu langir til að bjóða fólki upp á þann valkost einan að búa í foreldrahúsum fram á fertugsaldur.“

Kopsch segir að auðvelt sé „fyrir bæði stjórnvöld og kjósendur að láta blekkjast og halda að stýring á leiguverði sé þjóðfélaginu hagkvæm.“ Skilvirkur leigumarkaður sé mikilvægur, en með áframhaldandi inngripum sé „hætta á að fáir hagnist á kostnað margra“.