Sigríður Hrólfsdóttir viðskiptafræðingur lést laugardaginn 6. janúar síðastliðinn, 50 ára að aldri. Sigríður varð bráðkvödd í fríi með fjölskyldunni í Frakklandi.

Sigríður Hrólfsdóttir viðskiptafræðingur lést laugardaginn 6. janúar síðastliðinn, 50 ára að aldri. Sigríður varð bráðkvödd í fríi með fjölskyldunni í Frakklandi. Sigríður lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1990 og MBA-námi frá University of California í Berkeley árið 1994.

Sigríður starfaði hjá Íslandsbanka að loknu námi, m.a. við fjárstýringu og miðlun. Á árunum 1998 til 2004 starfaði hún hjá Eimskipafélagi Íslands hf., fyrst sem forstöðumaður fjárreiðudeildar en síðar sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Síðar starfaði hún sem framkvæmdastjóri fjárfestinga- og fjármálasviðs hjá Tryggingamiðstöðinni hf. Sigríður var framkvæmdastjóri Árvakurs 2009 til 2010. Sigríður var stjórnarformaður Símans frá 2013, stjórnarformaður Landsbréfa, stjórnarformaður í Eldey TLH. ehf. og í stjórn Mílu. Hún var varaformaður stjórnar Landsbankans árin 2010 til 2013 og í stjórn Valitor 2009 til 2010.

Eftirlifandi eiginmaður Sigríðar er Gunnar Halldór Sverrisson, forstjóri Odda. Sigríður lætur eftir sig þrjú börn, Halldór Árna Gunnarsson, Sverri Geir Gunnarsson og Þórunni Hönnu Gunnarsdóttur.