Skekkja Flugfélagið EasyJet var meðal þeirra fyrirtækja þar sem munurinn mældist mestur vegna fárra kven-flugmanna og karl-flugþjóna.
Skekkja Flugfélagið EasyJet var meðal þeirra fyrirtækja þar sem munurinn mældist mestur vegna fárra kven-flugmanna og karl-flugþjóna. — AFP
Nýjustu tölur um launaskiptingu stærstu fyrirtækja Bretlands benda til þess að en halli verulega á konur á vinnumarkaði þar í landi. Tölurnar sýna m.a.

Nýjustu tölur um launaskiptingu stærstu fyrirtækja Bretlands benda til þess að en halli verulega á konur á vinnumarkaði þar í landi. Tölurnar sýna m.a. að hjá flugfélaginu EasyJet fá konur að jafnaði 52% lægri laun en karlar, en hjá veðmálafyrirtækinu Ladbrokes var munurinn 15% körlum í hag og 33% hjá lánastofnuninni Virgin Money, að sögn BBC.

Þessar tölur leiðrétta ekki fyrir breytur á borð við vinnutíma, stöðu, skyldur og starfsaldur og segja fyrirtækin þrjú sem nefnd voru hér að ofan að þau greiði konum og körlum jafnhá laun fyrir sambærileg störf. Munurinn á launum kynjanna hjá EasyJet skýrist þannig m.a. af því að 6% af flugmönnum félagsins eru konur á meðan þær eru 69% flugþjóna, og fá flugmennirnir nærri fjórfalt hærri laun. EasyJet segist stefna að því að árið 2020 verði a.m.k. einn af hverjum fimm nýjum flugmönnum hjá félaginu kvenkyns.

Samkvæmt breskum lögum ber fyrirtækjum og stofnunum með 250 starfsmenn eða fleiri skylda til að upplýsa opinberlega hvernig laun hjá þeim skiptast eftir kynjum. Nú þegar hafa 527 fyrirtæki skilað inn tölum fyrir síðasta ár og er munurinn ekki alltaf konum í óhag. Þannig fá konur hjá dýnuverslanakeðjunni Sweet Dreams að jafnaði 46,4% hærri laun en karlarnir sem þar starfa, og fyrirtækið Yellow Dot sem rekur tólf leikskóla í Hampshire, greiðir konum 35,4% hærri laun. Yellow Dot segir hægt að skýra megi muninn með því að fáir karlmenn starfi hjá fyrirtækinu og þeir fáist aðallega við uppeldisstörf sem krefjast minni færni. ai@mbl.is