Afköst Kona í verksmiðju í borginni Ganyu. Vaxandi gjaldeyrisforði þykir góðs viti.
Afköst Kona í verksmiðju í borginni Ganyu. Vaxandi gjaldeyrisforði þykir góðs viti. — AFP
Í desember nam gjaldeyrisforði Kína 3.140 milljörðum dala og óx um 20,7 milljarða á milli mánaða.

Í desember nam gjaldeyrisforði Kína 3.140 milljörðum dala og óx um 20,7 milljarða á milli mánaða. Að sögn Bloomberg var desember ellefti mánuðurinn í röð sem forðinn hefur farið vaxandi, en áður hafði hann minnkað um nærri fjórðung á tímabilinu frá miðju sumri 2014 fram til ársloka 2016.

Vöxtur gjaldeyrisforðans þykir til marks um að strangari gjaldeyrishöft kínverskra stjórnvalda séu að bera árangur, samhliða því að kínverska yuanið hefur hækkað gagnvart öðrum gjaldmiðlum og hagvöxtur haldist sterkur. Á öllu síðasta ári stækkaði gjaldeyrisforðinn samanlagt um 129 milljarða dala, en gjaldeyrisforði Kína er sá stærsti í heimi.

Gjaldeyriseftirlit Kína spáir því að gjaldeyrisforðinn muni haldast stöðugur og að jafnvægi verði á inn- og útstreymi fjármagns. ai@mbl.is