Annir Mikill erill var hjá lögreglunni um helgina vegna óláta og ölvunar.
Annir Mikill erill var hjá lögreglunni um helgina vegna óláta og ölvunar.
Á níunda tímanum í fyrrakvöld barst lögreglunni tilkynning um að verið væri að ræna bifreið í Kópavogi. Ökumanni hafði verið kippt út úr bifreiðinni og hann skilinn eftir á vettvangi en bílnum ekið á brott. Skömmu síðar var bifreiðin stöðvuð.

Á níunda tímanum í fyrrakvöld barst lögreglunni tilkynning um að verið væri að ræna bifreið í Kópavogi. Ökumanni hafði verið kippt út úr bifreiðinni og hann skilinn eftir á vettvangi en bílnum ekið á brott. Skömmu síðar var bifreiðin stöðvuð. Tveir karlmenn voru í henni og voru þeir báðir handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins. Ökumaður var undir áhrifum fíkniefna og var tekið úr honum blóðsýni.

Lögreglan þurfti að sinna fjölmörgum útköllum vegna óláta og ofbeldis á þrettándanum og aðfaranótt sunnudags. M.a. var kveikt fjölda gáma og tunnum, stúlka var slegin í andlitið svo tennur brotnuðu og beita þurfti piparúða á tvo ofurölvi menn í heimahúsi í Hraunbæ.