Jón Ólafsson og söngkonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir, jafnan kölluð Hansa, munu leika saman og syngja og spjalla milli laga í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn kl. 20.30.
Jón Ólafsson og söngkonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir, jafnan kölluð Hansa, munu leika saman og syngja og spjalla milli laga í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn kl. 20.30. Viðburðurinn er hluti af röð Jóns, Af fingrum fram, sem hóf göngu sína í formi sjónvarpsþátta á RÚV en færðist svo yfir á svið Salarins þar sem hún hefur verið í rúm níu ár. Jóhanna Vigdís vakti athygli fyrir sönghæfileika sína í uppfærslu Baltasar Kormáks á Hárinu árið 1994 í Íslensku óperunni og hélt í kjölfarið í leiklistarnám og er nú orðin helsta söngleikjastjarna Borgarleikhússins, eins og segir á vef Salarins.