VIRK Stækkandi hópur hvorki í námi né vinnu, segir Vigdís Jónsdóttir.
VIRK Stækkandi hópur hvorki í námi né vinnu, segir Vigdís Jónsdóttir. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson
Kanna þarf orsakir þess að stækkandi hópur ungs fólks nær hvorki að fóta sig í starfi né í skóla og er í raun í gildru aðstæðna sinna. Þetta segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk – starfsendurhæfingarsjóðs, í samtali við Morgunblaðið.

Kanna þarf orsakir þess að stækkandi hópur ungs fólks nær hvorki að fóta sig í starfi né í skóla og er í raun í gildru aðstæðna sinna.

Þetta segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk – starfsendurhæfingarsjóðs, í samtali við Morgunblaðið.

Fram kemur í viðtali við Vigdísi að nokkuð hafi verið um það að fólk í kringum tvítugt festist í aðgerðaleysi á árunum í kringum hrun enda var atvinnuleysi þá mikið. Nú tæplega áratug síðar er veruleikinn í þjóðfélaginu allt annar og skýringar á vanda þessa fólks væntanlega einnig. Við þessu þarf að finna svör, segir Vigdís.

Virk hefur starfað í tæpan áratug og hefur fólk með litla menntun frá upphafi verið stór hluti af skjólstæðingum sjóðsins. Vigdís segir að í dag fari hins vegar fólki með háskólamenntun fjölgandi, ekki síst þeim sem eru í umönnunarstörfum eins og hjúkrun og kennslu. Annars er það sama hver bakgrunnurinn er, um 80% þeirra sem leita til Virk glíma við annaðhvort geðræna kvilla eða stoðkerfisvandamál. 6