Markaskorari . Lionel Messi skoraði eitt marka Barcelona í sannfærandi 3:0-sigri liðsins gegn Levante.
Markaskorari . Lionel Messi skoraði eitt marka Barcelona í sannfærandi 3:0-sigri liðsins gegn Levante. — AFP
Bilið á milli Barcelona og Atlético Madrid á toppi spænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla er áfram níu stig eftir leiki helgarinnar í 18. umferð deildarinnar. Barcelona fór með öruggan sigur af hólmi, 3:0, þegar liðið mætti Levante í gær.

Bilið á milli Barcelona og Atlético Madrid á toppi spænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla er áfram níu stig eftir leiki helgarinnar í 18. umferð deildarinnar.

Barcelona fór með öruggan sigur af hólmi, 3:0, þegar liðið mætti Levante í gær. Lionel Messi kom Barcelona á bragðið þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Luis Suárez tvöfaldaði forystu Barcelona undir lok fyrri hálfleiks. Paulinho bætti svo þriðja marki Barcelona við undir lok leiksins.

Messi er markahæsti leikmaður deildarinnar á yfirstandandi leiktíð með 15 mörk, en þetta var 365. deildarmark argentínska framherjans fyrir Barcelona. Messi jafnaði þar af leiðandi met þýska framherjans Gerd Müller yfir flest deildarmörk fyrir eitt og sama félagið í fimm sterkustu deildum Evrópu.

Diego Costa minnti svo sannarlega á sig þegar hann spilaði sinn fyrsta leik síðan hann gekk til liðs við Atlético Madrid á nýjan leik. Costa skoraði seinna mark Atlético Madrid í 2:0-sigri liðsins gegn Getafe. Costa var síðan vísað af velli með rauðu spjaldi fyrir að fagna markinu með því að fara upp í stúku til stuðningsmanna Atlético Madrid.