Erlingur Richardsson
Erlingur Richardsson
Erlingur Richardsson er með lærisveina sína í hollenska landsliðinu í handbolta í efsta sæti 5. riðils eftir 4 leiki af 6 í undankeppni heimsmeistaramótsins 2019.

Erlingur Richardsson er með lærisveina sína í hollenska landsliðinu í handbolta í efsta sæti 5. riðils eftir 4 leiki af 6 í undankeppni heimsmeistaramótsins 2019. Holland vann Tyrkland 26:19 á heimavelli í gær, eftir að hafa mátt sætta sig við 30:27-tap í Tyrklandi síðastliðinn fimmtudag. Staðan var 12:12 í hálfleik í gær en Hollendingar fengu aðeins sjö mörk á sig eftir hlé.

Þjóðirnar sem ekki leika á Evrópumótinu í Króatíu í þessum mánuði taka þátt í undankeppni HM, og kemst efsta lið hvers riðils áfram í umspil sem fram fer næsta sumar. Þar bætast við tíu lið af EM.

Holland er með 6 stig í sínum riðli, stigi á undan Belgíu og Tyrklandi nú þegar tvær umferðir eru eftir. Holland á eftir útileik við Grikkland, sem er stigalaust á botni riðilsins, og svo heimaleik við nágranna sína frá Belgíu á sunnudag. sindris@mbl.is