Friðrik Dór og StopWaitGo áttu smell ársins.
Friðrik Dór og StopWaitGo áttu smell ársins.
Íslensk tónlist var sem fyrr í miklum blóma á árinu og rötuðu fjölmargir stórsmellirnir inn á Vinsældalista Íslands.
Íslensk tónlist var sem fyrr í miklum blóma á árinu og rötuðu fjölmargir stórsmellirnir inn á Vinsældalista Íslands. Samstarf Friðrik Dórs og tónlistargengisins StopWaitGo ætlar að reynast farsælt en árið 2016 gerðu þeir lagið „Dönsum eins og hálfvitar“ sem varð eitt vinsælasta lagið það árið. Í ár var það smellurinn „Hringd´í mig“ sem leit dagsins ljós og sló heldur betur í gegn. Landsmenn voru duglegir að syngja með þessu grípandi lagi sem trónir efst á lista yfir þau íslensku lög sem fengu mesta spilun á árinu.