Haraldur Jónsson
Haraldur Jónsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutana listamannalauna árið 2018. Til úthlutunar eru 1.600 mánaðarlaun, sótt var um 9.053 mánuði. Árangurshlutfall sjóðsins er því 18%, ef reiknað er eftir mánuðum.

Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutana listamannalauna árið 2018. Til úthlutunar eru 1.600 mánaðarlaun, sótt var um 9.053 mánuði. Árangurshlutfall sjóðsins er því 18%, ef reiknað er eftir mánuðum. Alls bárust 852 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum. Umsækjendur voru samtals 1.529. Úthlutun fengu 369 listamenn.

Starfslaun listamanna eru 377.402 kr. á mánuði og er um verktakagreiðslur að ræða. Eftirtaldir fengu starfslaun í sex eða fleiri mánuði:

Launasjóður myndlistarmanna

Haraldur Jónsson og Hulda Rós Guðnadóttir, 18 mánuðir.

12 mánuðir: Erling T.V. Klingenberg, Eygló Harðardóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Ingólfur Örn Arnarsson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Sara Björnsdóttir og Styrmir Örn Guðmundsson.

Níu mánuðir: Halldór Ásgeirsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Ólöf Nordal.

Sex mánuðir: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Anna Líndal, Arna Óttarsdóttir, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Davíð Örn Halldórsson, Eirún Sigurðardóttir, Elín Hansdóttir, Erla Sylvía H. Haraldsdóttir, Freyja Eilíf Helgudóttir, Guðjón Ketilsson, Guðmundur Thoroddsen, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Gústav Geir Bollason

Habby Osk, Hildigunnur Birgisdóttir, Jón Axel Björnsson, Jóní Jónsdóttir, Karlotta J. Blöndal, Kristinn E. Hrafnsson, Libia Pérez de Siles de Castro, Magnús Helgason, Orri Jónsson, Ólafur Árni Ólafsson, Ólafur Sveinn Gíslason, Páll Haukur Björnsson, Ráðhildur Ingadóttir, Sara Riel, Steingrímur Eyfjörð, Unnar Örn Jónasson Auðarson og Rúrí.

Launasjóður rithöfunda

12 mánuðir: Auður Jónsdóttir, Auður Ólafsdóttir, Bragi Ólafsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Gerður Kristný, Gyrðir Elíasson, Hallgrímur Helgason, Jón Kalman Stefánsson, Kristín Eiríksdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir, Sjón, Steinar Bragi og Þórunn Jarla Valdimarsdóttir.

Níu mánuðir: Andri Snær Magnason, Bergsveinn Birgisson, Bjarni Bjarnason, Dagur Hjartarson, Einar Már Guðmundsson, Eiríkur Ómar Guðmundsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Ófeigur Sigurðsson, Ragnar Helgi Ólafsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, Sigrún Pálsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Sölvi Björn Sigurðsson, Vilborg Davíðsdóttir og Þórdís Gísladóttir.

Sex mánuðir: Alexander Dan Vilhjálmsson, Anton Helgi Jónsson, Áslaug Jónsdóttir, Einar Kárason, Elísabet K. Jökulsdóttir, Emil Hjörvar Petersen, Friðgeir Einarsson, Friðrik Erlingsson, Gunnar Helgason, Hermann Stefánsson, Hildur Knútsdóttir, Huldar Breiðfjörð, Jónína Leósdóttir, Kári Tulinius, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Margrét V. Tryggvadóttir, Mikael Torfason, Ólafur Gunnarsson, Pétur Gunnarsson, Sigrún Eldjárn, Snæbjörn Brynjarsson, Steinunn G. Helgadóttir, Tyrfingur Tyrfingsson, Yrsa Þöll Gylfadóttir, Þórarinn Leifsson og Þórarinn Eldjárn.

Launasjóður hönnuða

Hildur Björk Yeoman, sex mánuðir; Guja Dögg Hauksdóttir og Katrín Ólína Pétursdóttir fjórir.

3 mánuðir: Aníta Hirlekar, Birta Fróðadóttir, Björn Loki Björnsson, Elsa Jónsdóttir, Hanna Dís Whitehead, Ragna Fróðadóttir og Ragna Þ.W. Ragnarsdóttir

Launasjóður tónlistarflytjenda

Ágúst Ólafsson, 12 mánuðir.

6 mánuðir: Benedikt Kristjánsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Gyða Valtýsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Hrönn Þráinsdóttir, Kjartan Valdemarsson, Sunna Gunnlaugsdóttir, Svanur Davíð Vilbergsson.

5 mánuðir: Elfa Rún Kristinsdóttir.

Launasjóður tónskálda

12 mánuðir: Hugi Guðmundsson, Jóhann G. Jóhannsson, Sunna Gunnlaugsdóttir og Mugison.

9 mánuðir: Daníel Bjarnason og Úlfur Eldjárn.

6 mánuðir: Arnór Dan Arnarson, Áskell Másson, Bára Gísladóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Dodda Maggý, Hafdís Bjarnadóttir, Hjálmar Helgi Ragnarsson, Kjartan Valdemarsson, María Huld Markan Sigfúsdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason og Þórður Magnússon.

Launasjóður sviðslistafólks

Hópar. Sviðslistahópurinn 16 elskendur, Rannsókn ársins: Leitin að tilgangi lífsins, fær 22 mánuði; Leikhópurinn Lotta, Sumarsýning 2018, 20 mánuðir; Stertabenda, Insomnia Café, fær 17 mánuði; Marble Crowd, Sjö svanir, fær 13 mánuði; 12 mánuði fær SmartíLab, Borgin; og11 mánuði fá þrír hópar: Bíbí & Blaka / Barnamenningarfélagið Skýjaborg, Spor; Brúðuheimar ehf., Brúðumeistarinn frá Lodz; og Instamatík, Club Romantica – skapandi minningar.

Þá fá tíu mánuði Opið út, áhugamannafélag, Dauðinn – nú eða aldrei ! Skemmtilegur einleikur; Lakehouse Theatre Company fær níu mánuði fyrir Rejúníon, og níu mánuði fá einnig Nótnaheimar fyrir samnefnt verk; og Trigger Warning, félagasamtök, fyrir Velkomin heim.