Skaraði fram úr Hinn 16 ára Róbert Ísak Jónsson við sundlaugarbakkann í Laugardalslaug þar sem hann skaraði fram úr á Nýárssundmótinu.
Skaraði fram úr Hinn 16 ára Róbert Ísak Jónsson við sundlaugarbakkann í Laugardalslaug þar sem hann skaraði fram úr á Nýárssundmótinu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson hlaut Sjómannabikarinn þriðja árið í röð þegar Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Laugardalslaug um helgina.

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson hlaut Sjómannabikarinn þriðja árið í röð þegar Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Laugardalslaug um helgina. Sjómannabikarinn hlýtur stigahæsti keppandi mótsins hverju sinni og hefur Róbert nú náð þeim árangri þrjú ár í röð en hann er 16 ára gamall. Þar með bætist enn ein rósin í hnappagatið hjá Róberti sem varð meðal annars heimsmeistari í 200 metra fjórsundi í Mexíkó í desember á nýliðnu ári. Róbert Ísak, sem keppir í fötlunarflokki S14, flokki þroskahamlaðra, náði bestum árangri á laugardaginn í 50 metra flugsundi. Hann synti það á 28,62 sekúndum og fékk 441 stig. Róbert vann einnig 50 metra baksund, 50 metra bringusund og 50 metra skriðsund.

Aðeins fjórir sundmenn auk Róberts Ísaks hafa unnið Sjómannabikarinn þrjú ár í röð. Það eru þau Birkir Rúnar Gunnarsson, Gunnar Örn Ólafsson, Guðrún Sigurðardóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir.

sindris@mbl.is