Að hrökkva eða stökkva.

Að hrökkva eða stökkva. N-AV

Norður
G7
ÁD43
KD63
D109

Vestur Austur
D10963 42
75 1098
10972 ÁG4
42 G8753

Suður
ÁK85
KG62
85
ÁK6

Suður spilar 6.

Á að hrökkva eða stökkva? Þetta er algeng spurning við spilaborðið. Stundum gefst tími til að hugsa málið og huga að rökum með og móti, en oft verður að taka slíkar ákvarðanir strax og óhikað til að leka ekki óheimilum upplýsingum. Útspilsdobl – eða ekki – er gott dæmi um slíka „spontant“ ákvörðun.

Lesandinn er í austur. Norður opnar á Standard-tígli, suður segir 1 og norður hækkar í 2. Suður sér þá fyrir sér slemmu og stekkur í 4G til að spyrja um lykilspil. Svarið er 5 (eitt lykilspil) og nú er að hrökkva eða stökkva. Viltu dobla 5 til útspils eða fylgja ráði Zia, sem „aldrei“ kjaftar frá í svona stöðum?

Spilið er frá jólamóti BR. Slemma vannst víða eftir spaða út frá drottningunni, en fór yfirleitt niður með öðru útspili (austur yfirtrompaði spaða). Hvað segir það um mögulegt dobl á 5?

Ekki mikið.