Jóhannes Gunnarsson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, er látinn, 68 ára að aldri. Jóhannes lést á heimili sínu í Reykjavík á laugardag. Jóhannes var formaður Neytendasamtakanna í 30 ár, frá 1984 þar til hann lét af formennsku árið 2016.

Jóhannes Gunnarsson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, er látinn, 68 ára að aldri. Jóhannes lést á heimili sínu í Reykjavík á laugardag. Jóhannes var formaður Neytendasamtakanna í 30 ár, frá 1984 þar til hann lét af formennsku árið 2016.

Jóhannes útskrifaðist sem mjólkurfræðingur frá Højby mejeri í Danmörku árið 1971 og vann störf tengd mjólkurframleiðslu þar til hann varð útgáfustjóri hjá Verðlagsstofnun árið 1980. Jóhannes var tvíkvæntur og lætur eftir sig fimm uppkomin börn.

Jóhannes var kjörinn varaformaður Neytendasamtakanna árið 1982 og formaður 1984 eins og áður sagði. Jóhannes var upp frá því formaður allt til 2016, að tveimur árum undanskildum, en framkvæmdastjóri um skeið.

Auk starfa sinna fyrir Neytendasamtökin gegndi Jóhannes margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir ýmis félagasamtök og var um skeið ritstjóri Strokkhljóðsins, blaðs Mjólkurfræðingafélags Íslands, og Neytendablaðsins.