— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íbúðarhúsið í Stardal í Mosfellsbæ eyðilagðist í eldsvoða í gærmorgun. Húsið var mannlaust. Ekki er vitað um eldsupptök en lögreglan rannsakar þau. Virðist húsið hafa orðið alelda á skömmum tíma.

Íbúðarhúsið í Stardal í Mosfellsbæ eyðilagðist í eldsvoða í gærmorgun. Húsið var mannlaust. Ekki er vitað um eldsupptök en lögreglan rannsakar þau. Virðist húsið hafa orðið alelda á skömmum tíma.

Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn var húsið þegar alelda og samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins var ákveðið í ljósi aðstæðna að leyfa því að brenna þar til eldurinn fjaraði út. Hins vegar var kröftunum beint að því að verja svæðið í kring, ekki síst útihús. Fimmtán slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru á brunavettvang á þremur dælubílum, tveimur tankbílum og einum körfubíl.

Ekki hefur verið búið í Stardal í nokkur ár.