Karlmaður um sextugt slasaðist alvarlega en lést síðan eftir sprengingu við Varby gard-lestarstöðina í Huddinge skammt frá Stokkhólmi kl. 11.07 að staðartíma í gær. Kona hans, 45 ára, hlaut áverka í andliti en slasaðist þó ekki lífshættulega.

Karlmaður um sextugt slasaðist alvarlega en lést síðan eftir sprengingu við Varby gard-lestarstöðina í Huddinge skammt frá Stokkhólmi kl. 11.07 að staðartíma í gær. Kona hans, 45 ára, hlaut áverka í andliti en slasaðist þó ekki lífshættulega. Talið er að maðurinn hafi tekið hlut upp af jörðinni sem sprakk í höndunum á honum. Ekki hafði verið staðfest hvað olli sprengingunni en heimildir Aftonbladet herma að um handsprengju hafi verið að ræða.

Lögreglan segir að svo virðist sem parið hafi einfaldlega verið á röngum stað á röngum tíma og slysið hafi því verið tilviljun. Ekkert bendi til þess að þau hafi verið skotmark árásar og engar vísbendingar séu um að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Svipuð atvik áttu sér stað fyrir og um síðustu aldamót og mátti rekja þau til glæpagengja.