Sprengidagur Gestir borða mikið af lambakjöti á veitingastað IKEA.
Sprengidagur Gestir borða mikið af lambakjöti á veitingastað IKEA. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framkvæmdastjóri IKEA segir að ef hægt væri að fá 10% ferðamanna til að prófa lambakjöt og þeim líkaði það og fengju sér 2-3 máltíðir í ferðinni myndi öll umframframleiðsla á lambakjöti hverfa ofan í ferðamanninn og rúmlega það.

Framkvæmdastjóri IKEA segir að ef hægt væri að fá 10% ferðamanna til að prófa lambakjöt og þeim líkaði það og fengju sér 2-3 máltíðir í ferðinni myndi öll umframframleiðsla á lambakjöti hverfa ofan í ferðamanninn og rúmlega það. Þetta álit kom fram í framsögu Þórarins Ævarssonar á bændafundi um markaðsmál lambakjöts sem haldinn var á Hellu sl. laugardag. Þórarinn talar af reynslu þar sem lambakjötsréttir eru vinsælir á veitingastað fyrirtækisins. Þar voru seldar 84 þúsund lambakjötsmáltíðir á nýliðnu ári. Með aukinni áherslu á lambakjöt fer það upp í 150 þúsund máltíðir í ár og væntalega upp í 250 þúsund máltíðir árið 2020. 10