— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á laugardag fór fram Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra í Laugardalslaug. Svokallaður sjómannabikar er veittur þeim sundmanni sem á stigahæsta sund mótsins hverju sinni og í ár var það Róbert Ísak Jónsson sem hlaut bikarinn fyrir 50 metra flugsund.
Á laugardag fór fram Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra í Laugardalslaug. Svokallaður sjómannabikar er veittur þeim sundmanni sem á stigahæsta sund mótsins hverju sinni og í ár var það Róbert Ísak Jónsson sem hlaut bikarinn fyrir 50 metra flugsund. Þetta var í þriðja sinn í röð sem Róbert hampaði bikarnum og með því afreki er hann kominn í fámennan úrvalshóp sundmanna sem sigrað hafa þrívegis í röð.