Félagsskapur Verkefnið Karlar í skúrum býður upp á marga möguleika.
Félagsskapur Verkefnið Karlar í skúrum býður upp á marga möguleika. — Morgunblaðið/Rósa Braga
Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ leitar að körlum til að taka þátt í verkefninu Karlar í skúrum. Af því tilefni er áhugasömum boðið til fundar kl. 17 í dag, mánudaginn 8. janúar, að Strandgötu 24, efri hæð.

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ leitar að körlum til að taka þátt í verkefninu Karlar í skúrum. Af því tilefni er áhugasömum boðið til fundar kl. 17 í dag, mánudaginn 8. janúar, að Strandgötu 24, efri hæð. Kaffi og meðlæti í boði og allir velkomnir. „Við erum að vinna að því að finna skúra eða annað húsnæði til að gefa körlum stað og stund til að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum,“ segir Hörður Sturluson, umsjónarmaður verkefnisins.

„Verkefnið er að ástralskri fyrirmynd og hefur gengið mjög vel víðsvegar í Evrópu, t.d. á Bretlandi og Írlandi. Sem dæmi eru á Írlandi 450 „Men's Shed“ eins og verkefnið kallast þar í landi.“

Að sögn Harðar er algengast að karlarnir kjósi að smíða, en einnig að baka, prjóna, fást við hljóðfæraleik og sitthvað fleira. Þeirra sé valið. Þótt körlum á öllum aldri sé velkomið að taka þátt í verkefninu gerir hann ráð fyrir að þeir sem eru hættir að vinna eða hafi rúman frítíma verði í meirihluta. „Þeir eru kannski einmana og langar til að hafa eitthvað fyrir stafni í góðum félagsskap,“ segir Hörður.