Í lögum um velferð dýra frá 2013, nr. 55/2013, sem leystu af hólmi dýraverndarlögin, er að finna ákvæði sem segir að óheimilt sé að sleppa dýrum sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna í þeim tilgangi að þau verði þar til frambúðar.

Í lögum um velferð dýra frá 2013, nr. 55/2013, sem leystu af hólmi dýraverndarlögin, er að finna ákvæði sem segir að óheimilt sé að sleppa dýrum sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna í þeim tilgangi að þau verði þar til frambúðar. Eina undantekningin á þessu eru seiði og fiskar. Svavar hefur óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að hægt sé að fá undanþágu fyrir kópana tvo. Hann segir að nauðsynlegt sé að gera greinarmun á dýrum í þessu samhengi.

„Það er enginn greinarmunur gerður á kanínum sem sleppt er úr heimahúsi, fjölga sér hratt og valda skemmdum í kirkjugörðum og tveimur saklausum selkópum frá einum húsdýragarði,“ segir Svavar.