Magnús Örn Guðmundsson
Magnús Örn Guðmundsson
Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélags Seltirninga sem haldið verður 20. janúar næstkomandi.

Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélags Seltirninga sem haldið verður 20. janúar næstkomandi. Magnús Örn situr í bæjarstjórn Seltjarnarness, er formaður íþrótta- og tómstundanefndar og situr í skólanefnd bæjarins. Hann er forstöðumaður hjá Stefni hf.

Í tilkynningu sem Magnús sendi frá sér kemur fram að hann leggi áherslu á lága skatta, gagnsæja og skilvirka stjórnsýslu, hátt þjónustustig í grunnþjónustu og forgangsröðun framkvæmda án skuldasöfnunar. Hann leggur jafnframt áherslu á að skipulagsmál þurfi að nálgast með meiri yfirvegun í sátt við bæjarbúa og vill raunsæi í samgöngumálum.