Sturla Þórðarson
Sturla Þórðarson
„Við erum sallaánægðir með það,“ sagði Sturla Þórðarson, skipstjóri á loðnuskipinu Beiti frá Neskaupstað, um ágætt hal sem skipverjar náðu á loðnumiðunum austur af Langanesi í gær. 650 tonn voru í trollinu.

„Við erum sallaánægðir með það,“ sagði Sturla Þórðarson, skipstjóri á loðnuskipinu Beiti frá Neskaupstað, um ágætt hal sem skipverjar náðu á loðnumiðunum austur af Langanesi í gær. 650 tonn voru í trollinu.

Sjö skip voru í gær á miðunum, bæði skip sem komu að austan og vestan. Að minnsta kosti eitt skip var á leið til löndunar í heimahöfn. Á þessum slóðum veiddist fyrsta loðnan á vertíðinni sl. föstudag.

Ekki mikið að sjá

Beitir kom á miðin í gærmorgun og var þetta fyrsta halið. Beitir veiðir fyrir vinnslu í landi og hélt áfram veiðum eftir fyrsta togið í gær. Sturla sagði að veðrið væri frekar leiðinlegt og ekki mikla loðnu að sjá.

Loðnan er ágæt, að sögn Sturlu, 40 stykki í kílóinu, og lítil áta í henni. Sturla sagði að of snemmt væri að hugsa til heimferðar, miklu þyrfti að bæta í lestir skipsins áður en til þess kæmi.