Morgunblaðið óskaði eftir sundurliðun á tilkynntum brotum eftir mánuðum fyrir síðustu tvö ár. Í tölulegum upplýsingum lögreglunnar sést að flestar nauðganir eru tilkynntar yfir hásumarið og við lok árs.

Morgunblaðið óskaði eftir sundurliðun á tilkynntum brotum eftir mánuðum fyrir síðustu tvö ár. Í tölulegum upplýsingum lögreglunnar sést að flestar nauðganir eru tilkynntar yfir hásumarið og við lok árs. Í júní og júlí á síðasta ári voru tilkynntar 29 nauðganir. Tilkynntar nauðganir í sömu mánuðum á árinu á undan voru 33.

Mikill munur er á tilkynntum nauðgunum fyrir haustið 2017 og 2016. Á tímabilinu september til nóvember árið 2016 var lögeglunni tilkynnt um 27 nauðganir en á sama tímabili í fyrra voru 50 tilkynntar nauðganir. Rúmlega 40% kynferðisbrota sem tilkynnt voru á haustmánuðum 2017 voru eldri brot. Telur lögreglan að aukin umræðan um kynferðisbrot eigi þátt í aukinni tíðni tilkynninga.