Fyrsta Kúnstpása ársins fer fram á morgun kl. 12.15 í Norðurljósum í Hörpu. Þá koma fram Kristján Jóhannesson barítónsöngvari og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari og flytja ballöðuna Kafarinn (Der Taucher) eftir Schubert við ljóð Schillers.

Fyrsta Kúnstpása ársins fer fram á morgun kl. 12.15 í Norðurljósum í Hörpu. Þá koma fram Kristján Jóhannesson barítónsöngvari og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari og flytja ballöðuna Kafarinn (Der Taucher) eftir Schubert við ljóð Schillers. Verkið samanstendur af 27 erindum og fjallar um ógnarafl sjávarins gegn ungum og hugprúðum riddara. Tónleikarnir verða um 30 mínútur að lengd og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Kristján býr í Vínarborg þar sem hann hefur verið við nám og störf. Bjarni Frímann er nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar og stjórnaði síðast uppfærslu ÍÓ á Toscu.