Velta á gjaldeyrismarkaði nam 407 milljörðum króna og dróst saman um 42% á árinu 2017 miðað við árið á undan, að því er fram kemur á vef Seðlabanka Íslands.

Velta á gjaldeyrismarkaði nam 407 milljörðum króna og dróst saman um 42% á árinu 2017 miðað við árið á undan, að því er fram kemur á vef Seðlabanka Íslands. Hlutdeild Seðlabankans var um 20% af veltunni, en um 55% árið 2016, enda hætti Seðlabankinn reglubundnum gjaldeyriskaupum í maí.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 130 milljarða króna á árinu 2017 og nam í árslok 686 milljörðum. Helstu ástæður þess að forðinn minnkaði voru endurkaup ríkissjóðs á skuldabréfum í erlendum myntum og kaup á aflandskrónueignum. Gjaldeyrisjöfnuður Seðlabankans, þ.e. mismunur eigna og skulda í erlendum gjaldmiðlum, nam 587 milljörðum króna í lok ársins 2017, samanborið við 609 milljarða í lok árs 2016.