Kyrrahafsborg San Francisco þykir vera bæði menningar- og nútímaborg.
Kyrrahafsborg San Francisco þykir vera bæði menningar- og nútímaborg. — Morgunblaðið/Þorkell
Flug á vegum Icelandair til San Francisco í Bandaríkjunum hefst í vor. Borgin er 23. áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu, en til þessarar Kyrrahafsborgar verður flogið fjórum sinnum í viku frá 1.

Flug á vegum Icelandair til San Francisco í Bandaríkjunum hefst í vor. Borgin er 23. áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu, en til þessarar Kyrrahafsborgar verður flogið fjórum sinnum í viku frá 1. júní næstkomandi fram í október á Boeing 767 breiðþotu. Alls flýgur Icelandair til sex nýrra áfangastaða á árinu; Cleveland, Dallas, Kansas City, Baltimore, San Francisco í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi.

„San Francisco opnar nýja leið inn á Kaliforníumarkað og flug á Baltimoreflugvöll styrkir stöðu okkar á austurströndinni. Kansas City, stór borg í miðjum Bandaríkjunum, opnar svo áður lokaða markaði fyrir íslenska ferðaþjónustu og tengiflug okkar til og frá Evrópu,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. – San Francisco, sem var í leiðakerfi Icelandair í tvö sumur fyrir rúmum áratug, er ein þekktasta og vinsælasta ferðamannaborg í heimi og hin 9. fjölmennasta í Bandaríkjunum.

Flugáætlun Icelandair verður í ár um 10% umfangsmeiri en á sl. ári og er áætlað að farþegar verði um 4,5 milljónir. Nú í vor mun Icelandair taka í notkun þrjár nýjar 160 sæta Boeing 737 MAX 8 flugvélar og verða alls 33 flugvélar nýttar til farþegaflugsins í sumar, 26 Boeing 757 og fjórar Boeing 767-300 auk nýju vélanna. sbs@mbl.is