Maurice Gibb lést á skurðarborðinu.
Maurice Gibb lést á skurðarborðinu.
Á þessum degi árið 2003 lést söngvarinn og lagahöfundurinn Maurice Gibb. Hann var einn af Gibb-bræðrunum í Bee Gees og náði aðeins 53 ára aldri.
Á þessum degi árið 2003 lést söngvarinn og lagahöfundurinn Maurice Gibb. Hann var einn af Gibb-bræðrunum í Bee Gees og náði aðeins 53 ára aldri. Gibb fékk hjartaáfall á sjúkrahúsi á Miami Beach þegar hann gekkst undir skurðaðgerð vegna stíflu í meltingarvegi. Maurice lék á bassa og söng í hljómsveitinni ásamt Robin tvíburabróður sínum og Barry, eldri bróður þeirra. Bee Gees urðu heimsfrægir þegar þeir sömdu og fluttu tónlistina í myndunum „Saturday Night Fever“ og „Staying Alive“ á diskótímabilinu á áttunda áratugnum.